„Driftað“ á hringtorgum í bænum

Oft kemur fólk saman í 20 til 30 bílum til …
Oft kemur fólk saman í 20 til 30 bílum til að fylgjast með. mbl.is/sisi

Lögreglan var kölluð til í Vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt vegna bíla sem voru í svonefndu „drifti“ á hringtorginu úti á Granda við Tryggvagötu. Talsmenn umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segja algengt að fjöldi fólks hittist og fylgist með „bílahittingum“, þar sem ýmist er driftað eða keppt í kappakstri.

„Þessi hópur hefur verið að spóla á hinum og þessum plönum. Það hafa verið settar upp hraðahindranir víða til þess að sporna við þessum gjörningum en þá færa þeir sig bara á næsta stað,“ segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fólk safnast gjarnan saman á 20 til 30 bílum til þess að fylgjast með viðburðum sem þessum en Hörður segir ekki auðvelt að hafa auga með slíkum hópum. Komi lögregla á vettvang eftir kvartanir íbúa og vegfarenda séu þeir sem standa að hittingunum oft á bak og burt eftir að spurst hefur út að lögregla sé á leið á staðinn.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert