Óvænt útrás Birgittu Haukdal

Birgitta Haukdal.
Birgitta Haukdal. mbl.is/Arnþór

„Það er ótrúlega gaman að heyra af því að verið sé að prenta eldri bækurnar á ný. Mér finnst dásamlegt að vita til þess að krakkarnir sækja ekki bara í nýju bækurnar mínar heldur þær eldri líka,“ segir Birgitta Haukdal, rithöfundur með meiru.

Birgitta verður áberandi í jólabókaflóðinu í ár rétt eins og síðustu ár. Hún gefur út tvær nýjar bækur um þau Láru og Ljónsa en nú ber svo við að margar eldri bækur hennar verða einnig endurprentaðar.

Lára og Ljónsi tala ensku

Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda bókanna verður Birgitta umsvifamesti rithöfundur landsins fyrir þessi jól. „Það verða hátt í 40 þúsund bækur Birgittu prentaðar nú í haust. Annars vegar eru þetta nýjar bækur sem við erum að prenta í stærri upplögum en við höfum áður gert með bækur hennar. Hins vegar erum við að endurprenta eldri bækur sem hafa klárast. Eftirspurnin hefur verið gríðarleg og við heyrum af mörgum ungum krökkum sem eru að safna öllum bókunum,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins.

Nú ber einnig svo við að tvær bækur Birgittu verða gefnar út á ensku. Nefnast þær Lara visits the farm og Lara goes swimming. „Það væri náttúrlega alveg geggjað ef fólk úti í heimi hefur áhuga á Láru-bókunum. Ég held að þau Lára og Ljónsi nái jafn vel til barna úti í heimi og hér á Íslandi. Þótt ég sé með Ísland í huga þegar ég skrifa þær þá eru börn úti í heimi mörg ekkert ólík börnunum hér,“ segir Birgitta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert