Ávísum fimmfalt meira en í Svíþjóð

Íslendingar ávísa mun meira af sýklalyfjum en þær þjóðir Evrópu.
Íslendingar ávísa mun meira af sýklalyfjum en þær þjóðir Evrópu. Ljósmynd/Colourbox

Íslendingar ávísa mun meira af sýklalyfjum en þær þjóðir Evrópu þar sem sýklalyfjanotkun er með sem skynsamlegustum hætti. Til dæmis eru ávísanir til barna á aldrinum 0-4 ára fimmfalt fleiri hér á landi en í Svíþjóð.

Þetta segir Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, en hann var meðal þeirra sem héldu erindi í gær á fræðsludegi á vegum embættis landlæknis í tilefni af evrópska sýklalyfjadeginum.

Ef öll lönd Evrópu eru tekin með í reikninginn er sýklalyfjanotkun Íslendinga meðalmikil en Jón Steinar segir mikilvægt að bera sig saman við þá sem best hafi staðið sig í þessum efnum.

Frá 2017 til 2021 hefur ávísunum fækkað um fjórðung hérlendis.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert