Pattstaða í sumum málum

„Þessi ráðstefna átti að vera til þess að grípa til …
„Þessi ráðstefna átti að vera til þess að grípa til aðgerða. Ég hef ekki séð það raungerast eins og maður hefði viljað.“ AFP

Stefnt var að því að Loftslagsráðstefnunni COP27, myndi ljúka í kvöld, en það er nú orðið tvísýnt, að sögn Tinnu Hallgrímsdóttur, forseta Ungra umhverfissinna. 

Staðið er frammi fyrir mikilvægri ákvörðun um að stofna loftslagshamfarasjóð til að veita fjármagni til þeirra ríkja sem eru hvað viðkvæmust fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. „Það virtist vera alger samstaða um þetta, en eitt ríki ernú að tala um að þeirra sjónarmið endurspeglist ekki í textanum.“

Tinna á samt ekki von á öðru en að fundin verði lausn á því, enda hafi því nú þegar verið lýst yfir að sjóðurinn verði stofnaður.  

Viljum ekki taka skref aftur á bak

Hún segir að enn sé ákveðin pattstaða í sumum málum, sérstaklega er varða samdrátt í losun. Til að mynda sé ákall um að orðalag samningsins, er varðar það markmið að ná hlýnun niður fyrir 1,5 gráðu, haldist óbreytt. 

„Fólk er að kalla eftir því að við séum ekki að draga úr því sem við vorum búin að ákveða á COP26 í Glasgow.“

Tinna segir að vonir hafi verið bundnar við að þróunarríkin yrðu viljugri til þess að gangast undir slíka skuldbindingu með stofnun loftslagshamfararsjóð, en svo virðist ekki vera.

Þá hef­ur einnig komið krafa um það komi fram í lokasamþykktinni að hnatt­ræn los­un nái há­marki í sein­asta lagi árið 2025.

Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna, er á COP27 ráðstefnunni.
Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna, er á COP27 ráðstefnunni. Ljósmynd/Aðsend

Sádí Arabía treg í taumi

Loks hefur Sádí Arabía sett sig upp á móti því að minnst sé á jarðefnaeldsneyti í samningnum.

Margar þjóðir hafa viljað setja inn ákvæði um að það þurfi að fasa út allt jarðefnaeldsneyti.

„Það var sögu­legt skref tekið í fyrra þegar það það var minnst á að draga úr kolanotkun og að fasa út skaðlegar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Núna erum við aft­ur á móti ekki að sjá neina fram­för frá því.“ 

Tinna á flug heim til Íslands á mánudaginn. „Þessi ráðstefna átti að vera til þess að grípa til aðgerða. Ég hef ekki séð það raungerast eins og maður hefði viljað. Það hefur sumt jákvætt komið fram, eins og stofnun loftslagshamfarasjóðsins, en annað ekki jafn gott.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert