Farið verður yfir verkferla í Grafarvogslaug

Farið verður yfir verkferla eftir klórslysið í Grafarvogslaug í gærkvöldi.
Farið verður yfir verkferla eftir klórslysið í Grafarvogslaug í gærkvöldi. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Hrafn Þór Jörgensson, forstöðumaður Grafarvogslaugar, segir að brugðist verði við og farið yfir verkferla eftir klórslysið sem varð í Grafarvogslaug í gærkvöldi. Hann segir vinnuna þegar vera hafna og að tryggt verði að klórinn sé fjarlægður.

„Við munum bregðast við þessu og það er einmitt vinna sem við erum í núna. Við munum væntanlega fjarlægja klórinn úr geymslu og setja hann á annan stað sem er ekki svona nálægt.”

Hrafn segir líðan starfsmannsins vera góða en að hann viti ekki um líðan gestanna. Aðspurður um hvort starfsfólk sé nægjanlega vel þjálfað segir Hrafn að starfsfólk hafi gert allt rétt.

„Líðan starfsmannsins er góð en ég veit ekki með gestina. Ég tel að ef einhverjum er um að kenna þá er það mér, þau gerðu allt rétt."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert