Tímasprengja og vegur á bláþræði

Almenningar.
Almenningar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Vegurinn um Almenninga er sem tifandi tímasprengja. Við fylgjumst grannt með framvindunni og krefjumst úrbóta. Til lengdar er ekki hægt að búa við að önnur aðalleiðin inn í sveitarfélagið hangi nánast á bláþræði,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð.

Eins og sagði frá í Morgunblaðinu um helgina er Siglufjarðarvegur í Almenningum, það er skriðusvæðinu vestan við kaupstaðinn og Strákagöng, á talsverðri hreyfingu. Frá því í ágúst sl. hefur vegstæðið skriðið fram um 75 cm, það er á svæðinu milli Hrauna í Fljótum og Almenningsnafar. Þetta sýna síritandi mælingar Vegagerðar og vísindamanna við Háskóla Íslands. Það var svo milli áranna 2019 og 2020 sem vegurinn þarna færðist fram tvo metra.

Lesa má nánar um málioð í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert