Láta hendur standa fram úr ermum í Karphúsinu

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, …
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, fara yfir stöðuna, og bakkelsið, hönd í hönd í Karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV), Starfsgreinasambandsins (SGS), VR og Samtaka atvinnulífsins (SA) mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara kl. 10 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðunum, en fundur er skráður til kl. 18 í dag. 

VR sleit viðræðum við SA í liðinni viku en ríkissáttasemjari boðaði alla deiluaðila aftur á sinn fund í dag. 

SGS, VR og LÍV mæta til fundar við SA hjá …
SGS, VR og LÍV mæta til fundar við SA hjá Ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að ákaf­lega krefj­andi og viðkvæm­ar kjaraviðræður biðu fram und­an. Ásetn­ing­ur allra sem kæmu að borðinu væri þó að ná samn­ing­um og var hann vongóður um að gott sam­tal taki við í þessari viku. 

Þrátt fyrir að hafa slitið viðræðum á fimmtudag, þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is fyrir helgi að hann yrði með á fundinum í dag.

„Ég var boðaður á fund­inn á morg­un og ætla að mæta. Rík­is­sátta­semj­ari vildi boða okk­ur á fund­inn og ég verð að sjálf­sögðu við því,“ sagði Ragn­ar þegar mbl.is ræddi við hann á föstudag. 

„Efn­is­lega hef­ur ekk­ert breyst. Þótt viðræður fari í þenn­an far­veg þá höld­um við áfram að reyna. Við erum áfram boðuð á fundi og verk­efnið fer ekki frá okk­ur. Við ætl­um að mæta á fund­inn á morg­un og tök­um stöðuna eft­ir þann fund. Við erum á fullu að vinna okk­ar vinnu,“ sagði hann enn fremur fyrir helgi. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var mættur á fundinn í …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var mættur á fundinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert