Lítil áhrif á miðlana

Höfuðstöðvar Sýnar.
Höfuðstöðvar Sýnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skipulagsbreytingar hjá Sýn sem boðaðar voru í morgun hafa væg áhrif á miðla félagsins en einum starfsmanni fréttastofunnar hefur verið sagt upp. Þetta staðfestir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Eins og fram kom í morgun hefur stjórn Sýnar hf. samþykkt nýtt skipulag félagsins sem felur m.a. í sér að stöðugildum fækki í dag. Kostnaður vegna starfs­loka nem­ur um 150 millj­ón­um króna en ekki liggur fyrir hversu mörgum hefur verið sagt upp eða hvar þeir störfuðu innan fyrirtækisins.

Samkvæmt Erlu hefur skipulagsbreytingin lítil áhrif á miðlana en hún bætir þó við að alltaf sé erfitt að missa góða teymisfélaga úr hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert