Strengurinn slitnaði í Djúpá

Ármótin Laxá/Brúar við Djúpá.
Ármótin Laxá/Brúar við Djúpá. Ljósmynd/Hörður Hauksson

Ljósleiðarinn sem slitnaði í landshring Mílu á Suðausturlandi í gærkvöldi slitnaði úti í Djúpá. Aðstæður þar voru erfiðar og ekki var hægt að hefja viðgerð í nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Miklir vatnavextir eru í ánni og veður slæmt, sem gerir viðgerðarteymi erfitt fyrir. Um leið og birtir átti að hefjast handa við að koma strengnum saman.

Uppfært kl. 11.20:

Viðgerð á strengnum er lokið, að því er kemur fram í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert