Bíða vindorkulaga

Ljósmynd af fyrirhuguðu virkjanasvæði í Sólheimum.
Ljósmynd af fyrirhuguðu virkjanasvæði í Sólheimum. Ljósmynd/Qair

Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Qair Iceland, segir að ef allt gangi að óskum muni fyrirtækið hefja uppbyggingu vindorkuvers á Sólheimum á Laxárdalsheiði árið 2026. Virkjunin verði um 200 MW og kostnaðurinn um 15 milljarðar.

Tryggvi Þór segir fyrirtækið bíða nýrrar lagasetningar um vindorku á Íslandi. Með vorinu verði væntanlega lagt fram lagafrumvarp sem skýri lagaumgjörðina um vindorku. Tafir á því geti tafið uppbyggingu.

Fjallað er um áform Qair í ViðskiptaMogganum í dag en áformað er að reisa vindmyllugarða fyrir hundruð milljarða um land allt.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert