Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Efling á samningafundi með Samtökum atvinnulífsins um miðjan nóvember.
Efling á samningafundi með Samtökum atvinnulífsins um miðjan nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Efling stéttarfélag hefur vísaði kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara.

Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að samkvæmt því sem fram kemur í erindi Eflingar til embættisins hafi viðræður milli aðila samkvæmt viðræðuáætlun þeirra reynst árangurslausar.

„Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. 

Ekki hefur enn verið boðað til samningafundar en áður hafa farið fram fjórir samningafundir milli SA og samninganefndar Eflingar, allir í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert