Aðeins einn gestur má heimsækja sjúkling

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Ákveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Landspítala við einn gest til sjúklings á heimsóknartíma meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu.

Þessar tímabundnu ráðstafanirnar gilda frá deginum í dag, að því er segir í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans.

Heimsóknargestir eiga að vera með grímu meðan þeir dvelja á spítalanum og mega ekki vera með einkenni frá öndunarvegi, þar á meðal flensueinkenni eða kvef, eða frá meltingarvegi.

Tilgangurinn með þessum takmörkunum er að draga úr líkum á því að smit berist inn á deildir spítalans með heimsóknargestum. Takmarkanirnar verða endurmetnar reglulega.

Deildarstjóri eða vaktstjóri hefur heimild til að veita undanþágu frá þessum takmörkunum við sérstakar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert