Ráðherra vill að húsið njóti sín

Úrslit í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið voru kynnt í …
Úrslit í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið voru kynnt í nóvember 2018. Tölvumynd/Kortogpí

„Ég hef unnið að þessu verkefni samkvæmt samþykkt Alþingis á sínum tíma en mun fylgjast með umræðu um þingsályktunartillöguna á þingi og vænti þess að við verðum kölluð til. Mér er annt um þetta hús, að það fái notið sín, hvort sem það er gert með heildarfriðun sem ég er efins um eða á annan hátt. Það verður ágætis svigrúm til að ræða þessi mál, framkvæmdir eru ekki að hefjast á morgun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar leitað er álits hennar á þingsályktunartillögu um friðlýsingu nærumhverfis Stjórnarráðshússins við Lækjartorg sem lögð hefur verið fram á Alþingi.

Verði tillagan samþykkt getur ekki komið til viðbyggingar við Stjórnarráðið.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert