Neyðarbílakerfi reynst vel

Umferðarljós tengd neyðarkerfinu eru víða á höfuðborgarsvæðinu. Kerfið kveikir græn …
Umferðarljós tengd neyðarkerfinu eru víða á höfuðborgarsvæðinu. Kerfið kveikir græn ljós fyrir neyðarakstur mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stýribúnaður umferðarljósa sem veita neyðarbílum í útköllum forgang í gegnum ljósastýrð gatnamót á höfuðborgarsvæðinu hefur reynst vel frá því hann var tekinn í notkun árið 2016 og er talinn hafa stuðlað að auknu öryggi og stytt viðbragðstíma. Þetta kemur fram í úttekt VSÓ ráðgjafar á svonefndu ræsipunktakerfi neyðarbíla sem birt hefur verið á vef Vegagerðarinnar.

Alls eru nú 53 umferðarljós tengd við neyðarbílakerfið af 209 ljósastýrðum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu. „Talið er að kerfið hafi aukið öryggi en að helstu gallarnir séu að skekkja geti verið í gps-hnitum ræsipunkta, eða að neyðarbílar skrá sig ekki út af gatnamótum sem gerir það að verkum að neyðarkerfið er í gangi í allt að þrjár mínútur áður en venjulegt kerfi tekur aftur við, með óþarfa neikvæðum áhrifum á almenna umferð,“ segir í samantekt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert