Fólk hvatt til fjarvinnu vegna mengunar

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) mælist mjög hár í borginni í dag …
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) mælist mjög hár í borginni í dag og er fólk hvatt m.a. hvatt til að vinna fjarvinnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag.

Í froststillum helst mengunarský lengur yfir borginni en alla jafna og gildi geta verið há stóran hluta úr degi. Almenningur er m.a. hvattur til að draga úr notkun einkabílsins, nýta frekar almenningssamgöngur og vinna fjarvinnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Mögulegt að ástandið verði viðvarandi

Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) kemur frá útblæstri bifreiða og er að jafnaði mest á morgnana og um eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. 

Gert er ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og umtalsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Efnið er þegar búið að fara þrisvar sinnum yfir klukkustundarmörkin.

Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því mögulegt að þetta ástand verði viðvarandi. 

Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu og óþægindum í lungum og öndunarvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert