Starfsemin skert vegna óvenju mikilla veikinda

Valkvæðum skurðaðgerðum verður fækkað til þess að létta á gjörgæsludeild.
Valkvæðum skurðaðgerðum verður fækkað til þess að létta á gjörgæsludeild. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri verður tímabundið skert vegna óvenju mikilla veikinda starfsfólks síðustu vikur ásamt því að ekki hefur tekist að manna bæði fastar og tímabundnar stöður sem skyldi.

Valkvæðum skurðaðgerðum verður fækkað til þess að létta á gjörgæsludeild að því er fram kemur í tilkynningu frá SAK.

„Það er von okkar að þessi aðgerð hafi ekki langvarandi áhrif en búast má við því að biðlistar lengist lítillega og eru þeir skjólstæðingar sem þetta snertir beðnir um að sýna því skilning,“ segir í tilkynningu.

Þess er einnig getið að mikið hafi verið um innlagnir sjúklinga vegna hinna ýmsu öndunarfærasjúkdóma sem hafa verið í samfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert