Sökuð um að þiggja brún umslög frá SA

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, á sæti í samninganefnd Eflingar en hefur ekki fengið boð á fundi hennar. 

Hún mætti á fund nefndarinnar hjá Ríkissáttarsemjara, þar sem opinberlega lá fyrir hvar og hvenær hann yrði haldinn, sat aftast og hlustaði eins og hún lýsir í Dagmálum.

„Svo þegar fundurinn er búinn þá kemur Halldór Benjamín [framkvæmdastjóri SA], hann sér mig og kemur til mín og tekur í höndina á mér og kynnir sig af því að við höfum náttúrlega aldrei hist áður,“ segir Ólöf Helga.

Þrír ruku til til að taka mynd

Hún segir að þau hafi spjallað á almennum nótum og að Halldór hafi spurt hana út í ástandið, enda hafði Ólöf verið nokkuð í fréttum fram að þessu.

„Við sitjum þarna í nokkrar mínútur. Á meðan við sitjum þarna koma einhverjir þrír stjórnarmeðlimir til þess að taka mynd – til þess að safna nú sönnunargögnum um að við Halldór Benjamín séum nú bestu vinir.“

„Strengjabrúða auðvaldsins“

Ólöf Helga hefur fengið að finna fyrir fúkyrðaflaumi meðal annars af hendi Sólveigar Önnu. Hún hefur verið sökuð um að ganga erinda Samtaka atvinnulífsins og fá fyrir það greiðslur í brúnum umslögum, kölluð strengjabrúða auðvaldsins og þaðan af verra. 

Hún segir ljót ummæli sem um hana falla hafi ekki áhrif á sig en hún hafi meiri áhyggjur af því hvaða áhrif það hafi á nánustu fjölskyldu hennar.

Ólöf Helga er gest­ur Karítas­ar Rík­h­arðsdótt­ur í Dag­mál­um þar sem hún fer yfir þátt­töku sína í starfi Efl­ing­ar, sam­skipti sín inn­an stjórn­ar, fyr­ir og eft­ir að Sól­veig gekk út og sagði af sér, og sína sýn á verk­falls­boðun sem nú vof­ir yfir.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert