14% landsmanna gáfu notaðan hlut í jólagjöf

22% landsmanna geta hugsað sér að gefa notaðan hlut í …
22% landsmanna geta hugsað sér að gefa notaðan hlut í jólagjöf næstu jól. mbl.is/Ómar

14% landsmanna gáfu notaðan hlut í jólagjöf síðustu jól. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Þá segjast 22% geta hugsað sér að gefa notaðan hlut í jólagjöf næstu jól, en 54% landsmanna telja það ólíklegt eða óhugsandi að gefa notaða gjöf.

Konur eru bæði líklegri en karlar til að hafa fengið notaðan hlut í jólagjöf síðustu jól, og til að gefa notaðan hlut um næstu jól.

Þá eru þeir sem kjósa Pírata jákvæðari gagnvart því að fá notaðar jólagjafir en kjósendur annarra flokka. 

Meira en helmingur landsmanna hefur gefið áfram til annarrar manneskju gjöf sem þeim var gefin, eða rúmlega 52%. Konur eru líklegri til að hafa gefið gjöf áfram en karlar, og þeir sem kusu Viðreisn í Alþingiskosningum eru líklegri til að gefa gjöf áfram en kjósendur annarra flokka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert