Keflavíkurflugvöllur á varaafli

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Raf­magns­laust er á öll­um Suður­nesj­um eft­ir að Suður­nesjalínu sló út upp úr klukkan þrjú síðdegis. Staðfest hefur verið að bilunin hafi orðið í eld­inga­vara í tengi­virk­inu í Fitj­um.

Stein­unn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, seg­ir að viðgerð muni taka ein­hvern tíma og lík­lega meira en klukku­stund. Ekki sé þó hægt að segja ná­kvæm­lega til um hversu lengi og gæti það orðið eitt­hvað leng­ur.

Starfsmenn Landsnets við viðgerðir í tengi­virk­inu í Fitj­um.
Starfsmenn Landsnets við viðgerðir í tengi­virk­inu í Fitj­um. Ljósmynd/Landsnet

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allar varaaflsstöðvar séu komnar í gang við Keflavíkurflögföll. Hann segir bilunina því ekki hafa áhrif á starfsemina hvað rafmagn varðar.

Guðjón segir þó að heitavatnslaust sé í flugstöðvarbyggingunni eins og er og það geti þýtt að það muni kólna eitthvað inni í flugstöðvarbyggingunni. Hann segir að kalt vatn sé á húsinu. Guðjón segir að Keflavíkurflugvöllur geti gengið á varaafli í umtalsverðan tíma.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert