Spáir asahláku í vikulok

Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan 15 á laugardag.
Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan 15 á laugardag.

Búast má við asahláku á föstudag. Spáð er allt að 10 stiga hita á láglendi og talsverðri rigningu, einkum seinnipartinn. Þetta skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á veðurvef sinn, Bliku.

Ef spár ganga eftir vara leysingarnar fram eftir laugardeginum.

Þar segir að asahláka verði þegar hlýnar ört og hlákan standi lengur en í sólarhring. Hiti á láglendi fer í 6 til 9 gráður og gjarnan 10 norðanlands með allhvössum vindi af landi.

Rignir talsvert sunnan- og vestanlands. Asahlákunni fylgja vatnavextir á láglendi, og þeim mun meiri eftir því sem snjórinn sem fyrir er er nýrri og auðleystari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert