Svaf ölvunarsvefni í strætóskýli

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. mbl.is/Unnur Karen

Óskað var eftir aðstoð lögreglu við biðstöð strætó í Breiðholtinu í dag vegna einstaklings sem svaf þar ölvunarsvefni. Ekki tókst að koma honum heim og var hann því vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bifreið var stöðvuð í miðbæ Reykjavíkur fyrr í dag en ökumaður hennar er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist ekki vera með gild ökuréttindi við athugun lögreglu, en hann hafði verið sviptur þeim við fyrri afskipti lögreglu.

Tilkynnt var um ofurölvi einstakling sem var til vandræða við Landspítalann við Hringbraut.

Mannlaus bifreið rann á aðra í Hafnarfirðinum og var óskað eftir aðstoð lögreglu í kjölfar þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert