Umferðarvandræði í Skeifunni verði leyst

Verslun Krónunnar og Elko var opnuð í júlí í fyrra. …
Verslun Krónunnar og Elko var opnuð í júlí í fyrra. Þar þarf beygjuvasa. mbl.is/Arnþór

Á síðasta fundi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur lögðu fulltrúar meirihlutaflokkanna fram tillögu um að bæta umferðarmál í Skeifunni. Skoðað verði meðal annars að setja beygjuvasa til að auðvelda akstur inn á stæði Elko/Krónunnar, bæta gönguleið meðfram Skeifunni, frá Grensásvegi að verslun Hagkaupa, og setja upp stæði fyrir örflæðilausnir.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að Skeifan sé vinsælt verslunarsvæði fyrir borgarbúa. Rekstraraðilar hafi komið með ábendingar um lausnir til að liðka fyrir umferð. Bent hafi verið á að umferð stoppi gjarnan vegna beygju inn á bílastæði verslunarhúsnæðis sem í dag hýsir Krónuna og Elko. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert