Efling stóðst ekki settan skilafrest

Tæplega 21 þúsund manns eru á félagaskrá Eflingar.
Tæplega 21 þúsund manns eru á félagaskrá Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efling hefur ekki skilað inn félagaskrá til ríkissáttasemjara, eins og félaginu bar að gera fyrir klukkan átta í kvöld, vegna miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag.

Tæplega 21 þúsund manns eru á félagsskrá Eflingar og munu geta greitt atkvæði um tillöguna. Efling fékk frest til klukkan 16 í dag til að afhenda skrána. Þegar hún barst ekki á tilskildum tíma fékk félagið ítrekun og frest til klukkan átta í kvöld.

Heimild til að senda aðra ítrekun

Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, staðfestir í samtali við mbl.is að félagaskráin hafði ekki borist fyrir klukkan 22.30 í kvöld.

Ríkissáttasemjari hefur heimild til þess að senda aðra ítrekun og í framhaldinu verður staðan metin.

Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst klukkan 12 á hádegi á laugardag og stendur fram til klukkan 17 á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka