Við njótum mikillar velvildar

Starfsfólk í óða önn að afgreiða mat í kaffistöðu Samhjálpar.
Starfsfólk í óða önn að afgreiða mat í kaffistöðu Samhjálpar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höldum upp á afmælið með hátíðarsamkomu í Hvítasunnukirkjunni á sunnudaginn kl. 11 og síðan á öllum starfsstöðvum okkar á afmælisdaginn sjálfan sem er á þriðjudaginn, 31. janúar. Að auki verður samkoma þann dag fyrir boðsgesti í Oddfellowhúsinu,“ segir Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Hálf öld er liðin frá stofnun samtakanna sem óhætt er að segja að hafi lyft grettistaki í málefnum fíkla, heimilislausra og utangarðsfólks.

Markmið að safna fyrir nýju húsnæði

„Við njótum mikillar velvildar meðal einstaklinga og fyrirtækja, sem meðal annars styrkja okkur með því að gefa mat á Kaffistofuna. Þangað kemur jafnframt fólk með heimabakstur og hlýjan fatnað sem við deilum með gestum eftir þörfum. Húsnæði Kaffistofunnar í Borgartúni er orðið of lítið fyrir starfsemina og nú er markmiðið á afmælisárinu að safna fjármunum til að koma okkur í annað húsnæði,“ segir Edda.

Kaffistofa Samhjálpar, sem starfrækt hefur verið frá 1981, er í reynd matstofa þar sem 67 þúsund máltíðir eru gefnar á hverju ári. Þangað leita allt að 350 manns daglega. Á boðstólum er morgunverður, kaffi, súpa og heitur matur.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert