Róttækra breytinga þörf í rekstri Strætó

Reksturinn er í járnum og breytinga er þörf til að …
Reksturinn er í járnum og breytinga er þörf til að rétta hann af. mbl.is/Kristinn Magnússon

Staða Strætó er alvarleg og verður félagið rekið frá degi til dags þar til stefnumótandi ákvörðun verður tekin um reksturinn. Sú ákvörðun kann að verða tekin eftir að hópur fjármálastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó skilar af sér tillögum um fjárhagsskipan Strætó til framtíðar um næstu mánaðamót.

Þetta segir Magnús Örn Guðmundsson, formaður stjórnar Strætó bs. Ekki sé boðlegt fyrir stjórnendur að fyrirtækið sé í þessari spennitreyju, nú þegar sé búið að hagræða töluvert.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær er staða handbærs fjár í Strætó lág. Ekkert eigið fé er í félaginu og það er illa búið undir óvænta atburði sem geta komið upp. Aukin framlög frá sveitarfélögunum sem standa að rekstri Strætó nema 1,1 milljarði en það er talið duga skammt enda sé brýnt að endurnýja vagna félagsins.

Magnús varar við því að búast við einhverjum töfralausnum um fjárhagsskipan Strætó til framtíðar í kjölfar þeirrar vinnu sem nú er í gangi. Í raun séu aðeins þrír kostir í stöðunni; niðurskurður í rekstri, aukin framlög frá ríki og sveitarfélögunum eða hækkun á fargjöldum. „Það er ekki mikil stemning fyrir hækkunum á fargjöldum, enda væri það í bága við öll markmið um almenningssamgöngur,“ segir hann.

Í eigendastefnu Strætó segir að fargjöld eigi að standa straum af 40% af rekstrarkostnaði. Magnús bendir á að þau áform hafi ekki staðist. 

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert