Eldur kviknaði í bílskúr

Dagurinn hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið annasamur.
Dagurinn hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið annasamur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í bílskúr í miðbænum fyrr í dag og var dælubíll sendur á vettvang. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að einn hafi verið inni þegar að eldurinn kom upp en sá hafi náð að forða sér.

Slökkvistarfið tók um klukkustund og varð mesta tjónið líklega vegna reyksins, að sögn varðstjórans. Sá sem var inni þegar að eldurinn kviknaði átti heima í bílskúrnum.

Annasamur dag hefur verið hjá slökkviliðinu en hingað til hafa þó nokkur útköll á dælubíla borist, tvö útköll vegna bruna, tvö vegna bílslysa og eitt vegna vatnsleka. Þá hafa einnig miklar annir verið í sjúkraflutningum. 

Að sögn Sigurjóns voru flest verkefni dælubílanna umfangsmeiri heldur en eldurinn sem kom upp í bílskúrnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert