Hvassviðri eða stormur í kortunum

Gera má ráð fyrir rysjóttu veðri næstu daga.
Gera má ráð fyrir rysjóttu veðri næstu daga.

Í dag er gert ráð fyrir suðvestanátt, 10 til 18 m/s og éljum, en bjartviðri austantil. Hiti verður um eða undir frostmarki. Í nótt snýst svo í sunnanátt, hlýnar og fer að rigna sunnan- og vestanlands.

Á sunnudag verður sunnan hvassviðri eða stormur og sums staðar talsverð úrkoma. Þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 5 til 11 stig. Svo snýst í suðvestanátt með skúrum eða éljum vestantil og kólnar um kvöldið.

Á mánudag er svo gert ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi og skúrum eða éljum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður um frostmark.

Veðurhorfur næstu daga:

Á mánudag:

Suðvestan 15-23 m/s, hvassast norðvestantil. Víða él eða slydduél, en þurrt austantil. Kólnandi veður, hiti um og undir frostmarki um kvöldið.

Á þriðjudag:
Suðvestan stormur með snjókomu eða slyddu og síðar éljum. Hiti um og undir frostmarki.

Á miðvikudag:
Minnkandi suðvestanátt og él en yfirleitt bjart norðaustantil. Frost 2 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Vestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulítið um landið austanvert. Kalt í veðri.

Á föstudag:
Útlit fyrir að lægð fari yfir landið með breytilegum áttum, talsverðri úrkomu og hlýnandi veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert