Kviknaði í rafmagnshjóli í Hlíðum

Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir hádegi.
Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir hádegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli í Lönguhlíð í hverfi 105 í Reykjavík vegna elds sem kviknaði í geymslu fjölbýlishúss. Ekki er um að ræða sameignargeymslu. 

„Við fengum tilkynningu um eld við Lönguhlíð. Þar hafði komið reykur frá geymslum á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Það gekk ágætlega að finna eldinn og slökkva hann. Þá kom í ljós að kviknað hafði í rafmagnshjóli,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir hádegi. Ekki þurfti að rýma fjölbýlishúsið. Búið er að hafa samband við tryggingafélag sem mun koma á staðinn til að meta tjónið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert