Landsþing Viðreisnar haldið 10. - 11. febrúar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. mbl.is/Hákon

Fjórða landsþing Viðreisnar verður haldið á Reykjavík Natura Hóteli, dagana 10.-11. febrúar. Þingið hefst með opnunarræðu formanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur kl. 16.00. Slagorð þingsins er „Nú er rétti tíminn“.

Á þinginu verða kosningar til formanns, varaformanns - og ef breytingar á samþykktum ganga eftir og landsþing heimilar - kosning til ritara, sem er nýtt embætti innan flokksins. Jafnframt verður kosið til stjórnar og í málefnaráð. Þingfulltrúar munu fjalla um og samþykkja ályktanir í átta flokkum og stjórnmálaályktun þingsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn.

Kjörgeng á landsþingi eru fullgildir félagar. Þau hafa þar tillögu- og atkvæðisrétt sem hafa verið skráð í flokkinn minnst viku fyrir flokkinn (í dag).

Framboðsfrestur til formanns Viðreisnar, stjórnar Viðreisnar og fulltrúa í málefnaráð er til kl. 12:00, tveimur dögum fyrir upphaf landsþings. Framboðsfrestur í embætti varaformanns rennur út klukkustund eftir að tilkynnt er um úrslit í formannskjöri.

Gangi hins vegar breytingar á samþykktum eftir og landsþing heimilar, mun framboðsfrestur framlengjast þar til klukkustund fyrir kosningu í hvert embætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert