Lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Ekkert ferðaveður er á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á …
Ekkert ferðaveður er á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Stöndum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna i fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem fram undan er.  

Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi klukkan 11 í fyrramálið á Ströndum,  Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Í tilkynningu frá almannavörnum eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á því svæði þar sem veðrið er verst.

Þá segir að miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur og líkur á fokstjóni eru verulegar.

Búið er að boða til samráðsfundar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra klukkan 11 í fyrramálið þar sem farið verður yfir stöðuna og viðbragð á þeim svæðum þar sem veðurspá er slæm. Einnig hefur verið ákveðið að virkja samhæfingarstöð almannavarna klukkan 10 í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert