Sigrún Brynja skipuð ráðuneytisstjóri

Sigrún Brynja Einarsdóttir.
Sigrún Brynja Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 

Sigrún Brynja er með Candjur próf í lögfræði og alþjóðlega IMPA D-vottun í verkefnastjórnun. Hún hefur starfað sem skrifstofustjóri á skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá árinu 2022.

Áður hafði Sigrún Brynja gegnt embætti skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá árinu 2016. Þar áður starfaði hún sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis í átta ár.

Alls bárust sjö umsóknir um embættið sem var auglýst þann 27. desember en umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar. Hæfnisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert