Spáði 7:0 sigri Liverpool

Leifur brá sér í Liverpool-búninginn og með sjö fingur á …
Leifur brá sér í Liverpool-búninginn og með sjö fingur á lofti. Ljósmynd/Aðsend

„Kannski var þetta ósjálfráð skrift en ég hafði allan tímann góða tilfinningu fyrir þessum leik,“ segir séra Leifur Ragnar Jónsson, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, en hann spáði rétt fyrir um ótrúleg úrslit í leik Liverpool og Manchester Utd. í enska boltanum sl. sunnudag, sem Liverpool vann 7:0 á heimavelli sínum, Anfield. Stærsti sigur Liverpool á erkifjendum sínum og stærsta tap Man. Utd. í efstu deild frá 1931.

Leifur varpaði fram sinni spá sl. laugardag á Facebook-síðu Þorsteins Sæmundssonar, fv. þingmanns, en þeir deila mikilli aðdáun sinni á Liverpool. Leifur segist hafa verið stuðningsmaður Rauða hersins síðan kringum 1980.

„Ég lagði nú ekki undir í getraunum miðað við þessa spá mína en ég hitti ungan mann eftir sunnudagsmessuna sem sagðist líka hafa góða tilfinningu fyrir leiknum. Hann sagðist hafa lagt 400 evrur undir fyrir sigri Liverpool og ætli hann hafi ekki fengið um þúsund evrur út úr þessu,“ segir Leifur, enn kampakátur með úrslit leiksins, líkt og fleiri stuðningsmenn Liverpool.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert