Lýsa yfir áhyggjum vegna komu skemmtiferðaskipa

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk), áður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA).
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk), áður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA).

Stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa lýst yfir áhyggjum vegna álags sem skapast vegna komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum yfir sumartímann. 

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akureyrar frá síðustu viku þar sem einnig segir að mikilvægt sé að Akureyrarbær og Hafnasamlag Norðurlands taki þátt í þeirri samvinnu og samhæfingu sem þarf til að tryggja bæði öfluga heilbrigðisþjónustu og örugga móttöku ferðamanna. 

Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Hulda Ringsted, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Jón Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir bráðalækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Inga Dís Sigurðardóttir, formaður stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, og Pétur Ólafsson, hafnarstjóri, sátu þann fund.

Hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert