Kynsegin einstaklingum fjölgað um 75 prósent 

Kristinn Magnússon

Skráningum kynsegin fólks eða non-binary einstaklinga fjölgaði um 75 prósent á árinu 2022. Þetta kemur fram í tölum mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar.

Talan er birt í Kynlegum tölum, samantekt skrifstofunnar á tölulegum upplýsingum um kyn og margbreytileika, sem ætlaðar eru til að varpa ljósi á ólíka stöðu kynjanna í Reykjavík og víðar. Tölur í samantektinni snúa meðal annars að innflytjendum, menntun, atvinnu, ofbeldi og stjórnunarstöðum.  

Í samantektinni kemur fram að samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra séu 75 prósent brotaþola í morðmálum af hálfu maka konur og 25 prósent karlar, en á árunum 2010-2020 voru 6 konur og 2 karlar myrt af maka.   

Samantektin varpar ljósi á ýmislegt annað, meðal annars 47 prósent þeirra sem búa í miðborg Reykjavíkur séu á aldrinum 20-39 ára og að af 2.400 skráðum hundum í borginni séu 57 prósent rakkar og 43 prósent tíkur.  

Kynlegar tölur má skoða betur hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert