Miðdepill mannlífs

Lísa Zachrison Valdimarsdóttir forstöðumaður, til vinstri, og Ragna Guðmundsdóttir bókasafnsfræðingur.
Lísa Zachrison Valdimarsdóttir forstöðumaður, til vinstri, og Ragna Guðmundsdóttir bókasafnsfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi

„Bókasafnið er skemmtilegur staður,“ segir Lísa Zachrison Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.

„Safnið er miðdepill mannlífs þar sem fólk kemur til þess að nálgast lesefni, hitta fólk og sækja margvíslega menningarviðburði. Hér og víða annars staðar er þróunin sú að söfnin verði í sífellt ríkari mæli menningarmiðstöðvar og félagsmiðstöðvar íbúa.“

Nú um stundir er Bókasafn Kópavogs 70 ára, en afmælið sjálft er 15. mars og einmitt þá verður tímamótanna minnst með skemmtilegri dagskrá. Raunar verða ýmsir viðburðir á safninu alla næstu viku; skemmtun, fræðsla og fleira.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert