Áformin gætu verið háð umhverfismati

Þykkvibær. Nýju vindmyllurnar verða lægri og spaðarnir minni.
Þykkvibær. Nýju vindmyllurnar verða lægri og spaðarnir minni. Tölvumynd/Efla

Möguleg endurnýjun á vindmyllum í Þykkvabæ er nú á borði Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra tók málið fyrir á fundi fyrr í mánuðinum en í fundargerð kemur fram að mat skipulagsnefndarinnar sé að framkvæmdin geti verið háð umhverfismati framkvæmda. Sveitarstjórnin tók undir þau sjónarmið.

Forsaga málsins er sú að reistar voru tvær vindmyllur um 500 metrum norðaustan við þéttbýlið í Þykkvabæ árið 2014. Báðar voru fjarlægðar á síðasta ári. Háblær ehf. hyggst reisa tvær nýjar vindmyllur á sömu undirstöðum. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu kemur fram að vindmyllurnar verði minni en í krafti tækniframfara verði þær um 50% aflmeiri en hinar gömlu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert