Minkur drap fimm heimaendur

Hermann bóndi með eina öndina sem minkurinn drap.
Hermann bóndi með eina öndina sem minkurinn drap. mbl.is/Atli Vigfússon

Það var ófögur sjón sem blasti við bændum á Lyngbrekku í Þingeyjarsveit þegar átti að fara að tína andareggin nýverið. Minkur hafði komist inn í andahúsið og bitið endurnar á háls og lágu þær í blóði sínu. Alls hefur minkurinn nú drepið fimm endur og einungis fáar eftir.

Minkurinn hefur komið upp að andahúsinu oftar en einu sinni en ekki farið í þær gildrur sem settar hafa verið upp. Að sögn bóndans, Hermanns Aðalsteinssonar, er þetta mikið áfall og ljóst að minkurinn þarf að nást hvað sem það kostar.

Minknum hefur fjölgað

Fréttir af mink hafa verið nokkrar í sveitinni og virðist mink hafa fjölgað á svæðinu. Alls veiddust 28 minkar á vatnasvæði Mýrarkvíslar í haust og minkar hafa sést við Laxá.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert