Gæsirnar skila sér ekki heim

Mun færri álftir eru í Lóni en vant er. Bændur …
Mun færri álftir eru í Lóni en vant er. Bændur furða sig á því hvers vegna færri gæsir sjáist nú í túnum þeirra en í venjulegu árferði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vart hefur orðið við að færri gæsir hafi lagt leið sína til landsins í vor en í venjulegu árferði. Brynjúlfur Brynjólfsson, starfsmaður Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, segir að á því svæði sem félagið fylgist með, frá Tvískerjum í Öræfum vestri að Hvalnesi í Lóni í austri, megi greina þetta glöggt.

Hann segir að grágæs hafi farið fækkandi á undanförnum tuttugu árum, veiðimenn og bændur séu sammála um það.

Brynjúlfur segir einnig að lítið sjáist af heiðagæs sem sé stærsti gæsastofninn á Íslandi. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert