Skjálftarnir reyndust stærri en fyrst var talið

Undir Mýrdalsjökli er eldstöðin Katla.
Undir Mýrdalsjökli er eldstöðin Katla. mbl.is/Rax

Skjálftarnir sem riðu yfir í Mýrdalsjökli á tíunda tímanum í morgun reyndust stærri en bráðabirgðaniðurstöður gáfu til kynna. Eftir frekari skoðun telur Veðurstofan nú að þrír stærstu skjálfarnir hafi verið 4,8, 4,7 og 4,5 að stærð, en áður hafði verið talið að þeir væru 4,5, 4,3 og 4,2 að stærð að stærð.

Skjálfarnir fundust meðal annars í Þórsmörk og í byggð sunnan Mýrdalsjökuls.

Þá var fluglitakóða fyrir Kötlu færður yfir á gult, en það er gert þegar gosstöð sýnir merki umfram það sem er kallað bakgrunnsvirkni.

„Eins og er sjá­um við hvorki merki um að hlaup sé farið af stað né merki um eld­virkni,” sagði Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, við mbl.is fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert