Skæð fuglaflensa greinst í Garðabæ

Stokkönd í Garðabæ greindist með skæða fuglaflensu. Mynd úr safni.
Stokkönd í Garðabæ greindist með skæða fuglaflensu. Mynd úr safni.

Skæð fuglaflensa greindist í stokkönd í Garðabæ.

Fuglinn fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars, en tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum bárust niðurstöðurnar í gær. Fjöldi tilkynninga um dauðar ritur hefur borist Matvælastofnun.

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar er hætta á smiti frá villtum fuglum í alifugla álitin töluverð og því mikilvægt að allir sem halda alifugla gæti ýtrustu smitvarna.

Matvælastofnun hafa borist fjöldi tilkynninga um veikar og dauðar ritur.
Matvælastofnun hafa borist fjöldi tilkynninga um veikar og dauðar ritur. mbl.is/Ómar

Biðla til fólks að upplýsa stofnunina

Matvælastofnun hefur borist fjöldi tilkynningar um veikar og dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og Keflavík og um eina dauða grágæs vestast á Seltjarnarnesi.

Sýni voru tekin á Reykjanesi og við Bakkatörn á Seltjarnarnesi, en ekki fundust fuglaflensuveirur í þeim samkvæmt niðurstöðum sem bárust frá Keldum í gær.

Einnig var tekið sýni úr grágæsinni sem fannst dauð fyrir helgi, en ekki greindist fuglaflensa í henni heldur og því óljóst hvað veldur þessum skyndilega mikla fugladauða á svæðunum. 

Matvælastofnun hefur málið til rannsóknar og biðlar til almennings að upplýsa stofnunina um veika og dauða villta fugla. Sérstaklega sé það mikilvægt, taki fólk eftir veikindum í öðrum fuglategundum en ritum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert