Verðbilið orðið óvenjubreitt

Verð á eldsneyti hefur lækkað en mikill munur er milli …
Verð á eldsneyti hefur lækkað en mikill munur er milli stöðva. mbl.is/Hákon Pálsson

Verð á bensíni og díselolíu til neytenda hefur farið lækkandi að undanförnu en bilið á milli hæsta og lægsta verðs hefur sjaldan verið meira en um þessar mundir. Verðið var í gær lægst hjá Costco í Kauptúni í Garðabæ, þar sem bensínlítrinn kostaði 277,7 kr., en til að kaupa þar bensín þarf fólk að kaupa sér aðgangskort.

Á höfuðborgarsvæðinu var verðið á einum bensínlítra hæst 321,7 kr. hjá N1 og algengasta verð á sölustöðum olíufélaganna þar sem lítrinn er dýrastur var á bilinu 317,10 kr. til 321,7 kr. Á stöðvum félaganna sem bjóða upp á umtalsvert ódýrara eldsneyti, var lítrinn síðdegis í gær á 290,50 kr. hjá Orkunni og Atlantsolíu, 292,60 kr. hjá ÓB og 292,90 hjá N1 samkvæmt vefsíðunni GSM bensín.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að gríðarlegur munur sé orðinn á hæsta og lægsta verði. „Ódýrasti dropinn hjá N1 er yfir 15 krónum dýrari en hjá Costco. Ódýrasti dropinn hjá Orkunni er tæplega 13 krónum dýrari en hjá Costco. Um tíma var verðmunurinn til að mynda hjá Costco og öðrum á markaðinum hér mun minni, þannig að það er farið að draga þar í sundur. Svo hefur líka myndast gat miðað við það sem við sjáum í nágrannalöndum okkar. Markaðurinn hér heima er töluvert seinni til að lækka. Það hefur verið lækkun að undanförnu en það sem af er ári höfum við t.d. ekki séð aðra eins álagningu á hvern lítra af bensíninu,“ segir hann.

Hægt er að lesa umfjölunnina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert