Einn bíll frá Strætó fær að fara inn á bannsvæðið

Hér má sjá kort af áhrifum leiðtogafundar Evrópuráðsins á strætósamgöngur …
Hér má sjá kort af áhrifum leiðtogafundar Evrópuráðsins á strætósamgöngur í miðborginni. Kort/Strætó

Götulokanir í miðborginni af öryggisástæðum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu í næstu viku munu hafa áhrif á akstur strætó. Strætó ekur eftir breyttum akstursleiðum frá klukkan 21 á mánudag og til klukkan 19 á miðvikudag.

Um er að ræða sömu hjáleiðir í miðborginni og Strætó notast við í tenglsum við skipulag samgangna á Menningarnótt.

Leiðir 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14 og 55 aka hjáleiðir í kringum miðborgina og leið 16 ekur hjáleið um Vatnagarða í stað Sundagarða.

Gera má ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda sem og á Reykjanesbraut milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Enginn óviðkomandi inn á svæðið

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í samtali við mbl.is að Strætó hafi átt fulltrúa í samráðshópi með lögreglu og fleiri aðilum í aðdraganda leiðtogafundarins. Segir hann það hafa verið ljóst frá upphafi að það færi enginn óviðkomandi bíll inn á lokunarsvæðið.

„Almenna reglan er að þegar svona stór fundur er með svona leiðtogum þá eru stórir bílar ekki mikið að keyra í nágrenninu,“ segir Jóhannes.

Jóhannes segir hjáleiðirnar hafa verið valdar að frumkvæði Strætó og …
Jóhannes segir hjáleiðirnar hafa verið valdar að frumkvæði Strætó og að ekki hafi verið reynt að koma í gegn einhverjum flóknum hjáleiðum. Ljósmynd/Strætó

Undanþága vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Hann segir þó að einn bíll verði á vegum Strætó inni á lokunarsvæðinu en sá tilheyri akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Afskaplega fáar ferðir eru almennt farnar inn á þetta svæði að sögn Jóhannesar og segir hann að Strætó viti ekki til þess að neinn, sem nýti sér akstursþjónustuna, eigi lögheimili inni á lokunarsvæðinu.

Jóhannes segir að ef fólk þurfi að fara inn á lokunarsvæðið muni það skipta um bíl við Ráðhúsið. Þá segir hann að lögreglumaður muni fylgja bílnum til að hægt sé að beina honum frá hugsanlegu hættusvæði og tryggja öryggi farþeganna. Lögreglumaðurinn verði í beinu sambandi við stjórnstöð og geti leiðbeint bílstjóra ef þarf.

„Bíllinn er búinn að fara í gegnum ítarlega leit og skoðun og hann hefur fengið vottun. Hann er staðsettur inni á þessu svæði og fær ekki að fara út af svæðinu á kvöldin og aftur inn á það á morgnana.“

Að frumkvæði Strætó

Jóhannes segir hjáleiðirnar hafa verið valdar að frumkvæði Strætó og að ekki hafi verið reynt að koma í gegn einhverjum flóknum hjáleiðum.

„Þetta hefur allt verið gert í góðu samráði við okkur og við erum mjög sátt. Okkar tillaga var að keyra framhjá lokununum til að við værum ekki að lenda í einhverju öngþveiti eða vandamálum inni í hverfinu,“ segir hann.

Leiðir 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14 og 55 …
Leiðir 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14 og 55 aka hjáleiðir í kring­um miðborg­ina og leið 16 ekur hjá­leið um Vatnag­arða í stað Sundagarða. Kort/Strætó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert