Farþegar mega búast við umferðartöfum

Tilkynningin er bæði á íslensku og ensku.
Tilkynningin er bæði á íslensku og ensku. Mynd/Isavia

Isavia vekur athygli á því að farþegar á leið til og frá Keflavíkurflugvelli dagana 16.-17. maí  megi búast við umferðartöfum á Reykjanesbrautinni. Áhrifin vegna þessa eru talin verða mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum í næstu viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Tafirnar má rekja til þess að leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Hörpu þessa daga og því megi búast við umferðartöfum til og frá Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli.

„Allir farþegar eru því hvattir til að leggja fyrr af stað en vanalega út á flugvöll til að hafa nægan tíma fyrir sér ef til umferðartafa kemur. Eins má búast við að lengri tíma geti tekið en vanalega að komast frá Keflavíkurflugvelli á áfangastað vegna mögulegra umferðartafa,“ segir í tilkynningunni. 

Nánari upplýsingar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert