Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherra Portúgal, António Costa, á morgun.
Fundurinn verður haldinn í ráðherrabústaðnum og munu forsætisráðherrarnir tveir ræða við blaðamenn að fundi loknum.
Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa boðað komu sína til landsins, til að sækja leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Hörpu í vikunni, frá 16. til 17. maí.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, eru meðal þeirra leiðtoga sem hafa formlega staðfest komu sína.
Ekki er ljóst hvort Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, muni gera sér ferð til Íslands í vikunni. Hann er nú staddur í Þýskalandi.