Bílar fjarlægðir af Fjarðarheiði

Fjarðarheiði var lokuð fyrir umferð í nótt. Bílar sem fastir …
Fjarðarheiði var lokuð fyrir umferð í nótt. Bílar sem fastir voru á veginum höfðu komið í veg fyrir að mokstur gæti hafist. Ljósmynd/Aðsend

Vel hefur gengið að opna fyrir umferð að nýju á Fjarðarheiði. Búið er að fjarlægja alla bíla af veginum og moka veginn, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Færð var afar slæm á Fjarðar­heiði í nótt. Björg­un­ar­sveit­in Ísólf­ur á Seyðis­firði þurfti að flytja fólk úr bif­reiðum sín­um og niður af heiðinni, sem var lokað vegna veðurs.

Staðið hefur verið að því að hálkuverja heiðina og vel hefur gengið að moka en í gærkvöld komu bílar sem fastir voru á veginum í veg fyrir að snjómokstur gæti hafist.

Nú er þó enn snjóþekja á veginum og Vegagerðin biðlar því til þeirra sem keyra á sumardekkjum að aka ekki á þessu svæði.

Holtavörðuheiðin lokuð

Nú um hádegisleytið tilkynnti Vegagerðin að búið væri að loka Holtavörðuheiðinni vegna erfiðra akstursaðstæðna. Mikill snjór er þar, skafrenningur og vont skyggn, að sögn Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert