Grasblettir verði náttúruleg svæði

Myndin sýnir hvernig menn sjá fyrir sér að grasblettirnir við …
Myndin sýnir hvernig menn sjá fyrir sér að grasblettirnir við Sæbraut muni breytast ef hætt verður að slá þá. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur voru kynntar tillögur sem miða að því að breyta grassvæðum á nokkrum stöðum í borginni í „náttúruleg svæði.“

Árið 2016 var kynnt tillaga í umhverfis- og skipulagsráði um svæði sem taka mætti úr slætti, alls um 31 hektari, sem breyta mætti í náttúrileg svæði. Í kjölfarið var hætt að slá um 14 hektara svæði víða um borgina. Væntanlega hefur fylgt þessu umtalsverður sparnaður fyrir borgina.

Grasblettirnir við Sæbraut eins og þeir eru nú.
Grasblettirnir við Sæbraut eins og þeir eru nú. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Tillögurnar um árið voru reistar á grunni umhverfis- og auðlindastefnu, stefnu um líffræðilega fjölbreytni og trjáræktarstefnu borgarinnar.

Fordæmi eru fyrir svipaðri stefnumótun erlendis var haft eftir Þórólfi Jónssyni deildarstjóra náttúru og garða í Reykjavíkurborg í frétt í Morgunblaðinu í janúar 2016.

„Annars staðar á Norðurlöndum voru menn að ræða þetta fyrir um tuttugu árum – menn vilja draga náttúruna inn í borgirnar aftur,“ sagði Þórólfur. 

Nú eru áform um að halda áfram á sömu braut.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert