Tillaga um gerð umhverfismats

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrir fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður í dag 6. júní liggur tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að hún láti gera umhverfismat vegna mengaðs jarðvegs á því landsvæði þar sem uppbygging nýrrar byggðar í Skerjafirði er fyrirhuguð.

Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið mjög umdeild, bæði vegna mengaðs jarðvegs á byggingarsvæðinu, stóraukinnar umferðar vegna þungaflutninga á framkvæmdatíma og einnig vegna mikillar fjölgunar íbúa á svæðinu sem framkvæmdirnar munu leiða af sér.

Einnig hefur framkvæmdin verið gagnrýnd vegna ýmissa sjónarmiða í umhverfismálum, þ.m.t. vegna áðurnefndrar mengunar sem og vegna þess að fjaran í Skerjafirði er fjölsótt útivistarsvæði og fuglalíf þar fjölbreytt. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert