Eitt heilbrigðiseftirlit verði á höfuðborgarsvæðinu

Heilbrigðiseftirlitið fylgist meðal annars með loftgæðum.
Heilbrigðiseftirlitið fylgist meðal annars með loftgæðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Óformlegar viðræður hafa staðið yfir að undanförnu um sameiningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) og Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF). Linda Hrönn Þórisdóttir, formaður heilbrigðisnefndar HEF, segir að viðræðurnar hafi gengið vel til þessa.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur nú samþykkt tillögu um að hefja formlegar viðræður um sameiningu stofnananna og hefur vísað erindinu til borgarráðs Reykjavíkur. Linda segir að frumkvæði að sameiningunni komi ekki frá Reykjavík heldur sé um sameiginlega hagsmuni að ræða. Verið sé að skoða kosti og galla við mögulega sameiningu um þessar mundir.

„Þetta hefur verið rætt beggja vegna borðsins. Umræðan kemur fram vegna þess að við sjáum mikla kosti við þetta. Við eigum mikið af sameiginlegum hagsmunum eins og strandlengjuna, Vatnsendasvæðið og fleira. Með sameiningu sæjum við fram á ákveðna eflingu á samræmdum vinnubrögðum,“ segir Linda en einnig séu tækifæri í því að samræma skráningu upplýsinga vegna eftirlits. Kostirnir við að sameina heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu í eina stofnun séu margir. 

Nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert