Þótti ekki við hæfi að börn myndu syngja um áfengi

Upprunalega textinn við lagið „17. júní“ hefur breyst með tímanum.
Upprunalega textinn við lagið „17. júní“ hefur breyst með tímanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Blómin springa út og þau svelgja í sig sól, sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.“ Þennan texta við lagið „17. júní“ kannast eflaust flestir Íslendingar við enda er það sungið hástöfum um land allt einu sinni á ári.

Lagið sem var samið árið 1978 af Hauki Ingibergssyni við texta Bjartmars Hannessonar, bónda á Norður-Reykjum í Reykholti, fagnar því hvorki meira né minna en 45 ára afmæli sínu í ár.

Upprunalegi textinn var á þessa leið; „Lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk,“ en honum var síðar breytt þar sem ekki þótti við hæfi að ung börn væru að syngja um áfengi og tóbak.

Að sögn Bjartmars eru til nokkrar útgáfur af textanum í dag.

„Ég hef bara leyft fólki að breyta því en einungis ef það rímar. Lagið er að verða hálfrar aldar gamalt og endurspeglar því kannski það sem var þá en ekki í dag.” 

Lesa má viðtalið við Bjartmar í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert