Uppfærð kort sýna gossprungurnar

Aðstæður við eldstöðvarnar breytast hratt.
Aðstæður við eldstöðvarnar breytast hratt. Samsett mynd

Gossprungurnar tvær við Litla-Hrút á Reykjanesskaga voru samanlagt 1.066 metra langar um klukkan 19 í kvöld. Var sú nyrðri 843 metrar og sú syðri 223 metrar.

Þetta kemur fram á nýju uppfærðu korti Rannsóknarstofu HÍ í eldfjallafræði og náttúruvá.

Í færslu rannsóknarstofunnar er tekið fram að aðstæður við eldstöðvarnar breytist hratt og hraunið breiðist ört út. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka